Um okkur
Höfði gistihús er fjölskyldufyrirtæki á Húsavík, fyrirtækið var stofnað árið 2011 og húsið var opnað sem gistiheilmili í júlí 2011. Húsið fór í gegnum umtalsverðar breytingar og endurbætur árið áður enda ekki smíðað eða hannað sem gistihús og þurfti því að breyta umtalsvert. Vel tókst hisnvegar til og gestir okkar hafa allir verið sammála um að húsið sé einstaklega þægilegur íverustaður.
Húsið var smíðað árið 1895 og er í dag þriðja elsta íbúðahús á Húsavík. Húsið hefur hýst margar fjölskyldur í gegnum tíðina og snemma á tuttugustu öld bjuggu í það minnsta þrjár fjölskyldur þar á sama tíma, ein á loftinu, ein á aðahæðini og ein í kjallaranum. Húsið var svo keypt af afa okkar og ömmu árið 1943 i og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu alla tíð siðan
Sumarið 2013 munum við svo opna síðasta hlutann af húsinu en kjallarinn hefur nú verið tekinn allur í gegn, þar eru tvö skemmtileg herbergi og baðherbergi sem er sér fyrir þá sem gista þar, skemmtilega hefur tekist til með þessar breytingar og vonum við að gestir okkar muni njóta vel