The Barn - Hlaðan
This beautiful triple bedroom located on the main floor used to be a barn until around 1970, when it was changed to a bedroom. The beds can be used as three singles but two of them can be put together to make one double and one single, a baby bed is available if needed.
Þetta fallega þriggja manna herbergi á fyrstu hæð var notað sem hlaða forðum, því var breytt í svefnherbergi í kring um 1970. Hægt er að nota rúmin þrjú stök eða færa tvö af þeim saman og fá þannig eitt tvöfalt og eitt einfalt. Barnarúm er fáanlegt til viðbótar eftir þörfum.
Skilmálar
1.Verð
Öll verð sem eru birt innihalda öll gjöld og skatta. Verð geta breyst í samræmi við breytingu á gjaldskrám og sköttum, en í þeim tilfellum munu viðskiptavinir verða látnir vita og þeir hafa þá þann möguleika að hætta við bókun þeim að kostnaðarlausu.
2. Úthlutun herbergja og önnur tilboð
Hvenar herbergi eru í boði og þau verð sem boðin eru í gistihúsinu má gistihúsið ákveða að breyta á hverjum tíma. Hvert herbergi má bjóða á öðrum verðum en gefin eru upp, gefa má pakkatilboð eða láta herbergi frítt vegna kynningar á gistihúsinu eða vegna annara aðstæðna. Ef engin slík tilboð eru í boði eru herbergi boðin til viðskiptavinar á fyrirfram uppgefnu verði.
3.Bókanir
Allar bókanir sem gerðar eru á bókunarvefnum skulu vera staðfestar með kreditkorti og fullrar greiðslu er krafist við bókun. allt að 3 virka daga gæti þurft til að staðfesta greiðslu af korti
4.Komutími og brottför
Herbergi eru laus 16:00 á komudegi. Brottfaratími er klukkan 12.00. Ef herbergið er ekki laust þegar viðskiptavinur kemur þá hefur hann fullt leyfi til að nýta sér alla aðstöðu í húsinu á meðan verið er að standsetja herbergið.
5. Afbókun, breyting á gistingu eða gestir mæta ekki
Ef viðskiptavinur afbókar eða gerir breytingar á bókun er hægt að gera það i gegnum heimasíðuna www.hofdiguesthouse.is eða með því að senda tölvupóst á info@hofdiguesthouse.is. Þegar bókun er staðfest fær viðskiptavinur bókunarnúmer. Þetta bókunarnúmer þarf að halda uppá ef hætta á við eða gera breytingar á bókun. Hætta má við bókanir ekki seinna en 72 tímum fyrir áætlaða komu. Ef viðskiptavinur mætir ekki eða að hann hættir við innan 72 tíma er hann rukkaður fyrir það sem samsvarar einni nótt í gistingu miðað við sína bókun. Vegna þessa áskilur gistihúsið sér þann rétt að rukka kreditkort viðskiptavinar án sérstakrar tilkynningar til viðskiptavinar.
Ef gistihúsið sjálft þarf einhverra hluta vegna að hætta við bókun er gistihúsið skilt til að endurgreiða viðskiptavini að fullu miðað við þá upphæð sem var bókuð. Gistihúsið reynir eftir bestu getu í slíkum tilfellum að aðstoða viðskiptavini að nálgast aðra gistingu, en er engu að síður ekki skildugt eða ábyrgt til að sjá til þess að viðskiptavinur fái gistingu annarsstaðar.
6. Borgun
Reikningur fyrir gistingu, mínus sú innborgun sem hugsanlega hefur verið gerð, skal vera gerður upp að fullu við komu með annaðhvort kredit eða debetkorti, eða peningum.
Við tökum við öllum helstu kreditkortum.
7. Aðstaðan
Skór eru ekki leyfðir innandyra, allir viðskiptavinir skulu fara úr skóm sínum og skilja þá eftir í forstofu, eða halda á þeim inn í herbergi.
Útidyrahurðin skal vera læst, lykill að útidyrahurðini fylgir með lykli að herbergi.
Það er búið um öll rúm, viðskiptavinir þurfa ekki að koma með neitt neitt með sér. Svefnpokaaðstöðu fylgir koddi og lak á rúmi.
Eldhús stendur öllum viðskiptavinum til boða ásamt öllum því sem í því er, viðskiptavinir skulu þrífa það sem þeir nota úr eldhúsinu.
Baðherbergið er sameiginlegt, handklæði eru í boði fyrir alla viðskiptavini og eru þau geymd á baðherberginu, notuð handklæði skulu vera sett i viðkomandi merkta körfu. Viðskiptavinir geta einnig notað þvottavél og þurrkara eins og þeir vilja.
8. Reykingar
Bannað er að reykja innandyra í gistihúsinu.
9. Bílastæði
Frítt er að leggja fyrir utan gistihúsið
10. Börn
Börn undir 18 ára aldri skulu vera í fylgd með fullorðnum til að tryggja að hegðun sé í samræði við reglur og trufli ekki aðra gesti gistihússins.
11. Hundar og önnur gæludýr
Gæludýr eru ekki leyfð innandyra, nema blindrahundar
12. Almennar reglur
Frá 12 á miðnætti til 7 um morgun skulu allir viðskiptavinir halda hávaða í algjöru lágmarki til þess að trufla ekki aðra gesti og sýna virðingu.
13. Ábendingar og kvartanir
Allar ábendingar og kvartanir varðandi dvölina i gistihúsinu skal vera beint til starfsmanna á meðan viðskiptavinur er á staðnum svo hægt sé að ganga frá og leysa málið strax
14. Ábyrgð
Ábyrgð gistihússins nær aldrei lengra en endurgreiðsla þeirra upphæðar sem bókuð var og greidd.
Gistihúsið tekur enga ábyrgð á tjóni eða þjófnaði úr bílum viðskiptavina sem eru fyrir utan gistihúsið á hverjum tíma
Gistihúsið áskilur sér þann rétt að rukka viðskiptavini fyrir þann kostnað sem verður ef viðskiptavinur veldur tjóni, hvort sem það er út af ásetningi, vanrækslu eða öðrum hætti. Komi þessar skemmdir fram eftir að viðskiptavinur er farinn áskiljum við okkur þann rétt að rukka kretidkort viðskiptavinar sem nemur kostnaði vegna þeirra skemmta sem hann hefur valdið, en reynum í hverju tilfelli að halda kostnaðum í lágmarki.
Ábyrgð þriðja aðila
Gistihúsið tekur ekki ábyrgð á skemmdum sem verða sökum þriðja aðila sem tengdur er viðskiptavininum. Öll ábyrgð vegna skemmda eða annarra áfalla vegna þriðja aðila falla á hendur þess eða þeirra aðila sem valda skemmdunum eða áfallinu.
15. Tryggingar
Við hvetjum viðskiptavini okkar til að tryggja sig og viðskiptavinur er sjálfur ábyrgur fyrir þvi að vera tryggður vegna alls tjóns, hvort sem það er vegna afbókunar eða farangurs, persónulegra muna eða fjármuna sem glatast
16. Verndun gagna
Gistihúsið virðir persónulega upplýsingar og gagnaöryggi hvers þess sem heimsækir heimasíðuna okkar. Öll þau gögn sem eru geymd frá hverjum viðskiptavini eru eingöngu notuð við bókunarferlið
Við hverja bókun eru upplýsingar um kredit kort eða bókunarupplýsingar eingöngu notaðar við bókunarferlið í það skipti.
Við munum ekki undir neinum kringumstæðum gefa upp persónulegar upplýsingar til þriðja aðila nema þess gerist nauðsyn við bókunarferlið. Þjónustaðilar sem aðstoða við bókunarferlið munu geta nálgast þær upplýsingar sem viðskiptavinur gefur upp í þeim tilgangi að klára bókun og rukka kreditkort viðkomandi viðskiptavinar. Þessir þjónustuaðilar munu hinsvegar ekki undir neinum kringumstæðum gefa upp neinar upplýsingar til annara aðila
17. Upplýsingar á vefsíðu
Gistihúsið tekur ekki ábyrgð á neinum villum eða mistökum og áskilur sér þann rétt að taka út, breyta eða bæta við þær upplýsingar sem eru á heimasíðuni án sérstakrar tilkynningar. Upplýsingar sem geymdar eru á síðuni eru settar inn í góðri trú. Notkun á upplýsingum á síðuni er algjörlega á ábyrgð viðskiptavinar. Gistihúsið tekur ekki ábyrgð á kostnaði,skemmdum eða útgjöldum (hvort sem það er beint eða óbeint) sem gætu orðið við notkun þeirra upplýsinga sem eru á síðuni eða af öðrum tenglum sem eru á síðuni.
18. Höfundarréttur
Allt efni á heimasíðuni er eign Höfða gistihúss. Engan einn part af síðuni eða síðuna í heild má afrita eða birta í neinu öðru formi nema hafa samband við eiganda síðunar fyrst, viðskiptavinir mega hinsvegar prenta út og ljósrita einstaka hluta heimasíðunar sé það til persónulegra nota.
19. Öryggi á vefsíðu
Að bóka í gegnum vefsíðuna okkar er öruggt. Öryggið á síðuni okkar er mikilvægt fyrir okkur og við höfum eytt miklum tíma og peningum til að tryggja að viðskiptavinum okkar finnist þeir vera öryggir við að láta að hendi persónulegar upplýsingar. Bókunarvefur okkar notar nýjustu öryggisstaðla og hugbúnað og er verisign vottaður.